mánudagur, 12. júlí 2004

Lúkas er núna komin með tönn í efri góm líka. Hann er svo fínn þegar hann brosir, með tvær niðri og eina uppi. Mér finnst hann vera svo klár og sniðugur en hef í raun ekkert fyrir mér í því, hann er bara eitthvað svo gáfulegur á svipinn. Hann gerir ekkert svo sem til að verðskulda gáfumannastimpilinn. Hann segir reyndar mamma og meinar það. Það er ekki bara eitthvað babl. Það er nú dálítið gáfulegt. En ekki hreyfir hann sig. ekki spönn frá rassi. Hann bara situr og teygir sig í það sem hann vantar. Hann stendur líka upp við húsgögn en reisir sig ekki sjálfur, ég þarf að gera það fyrir hann. Hann á að mæta í 8 mánaða skoðunina sína á fimmtudaginn og það verður gaman að sjá hvað kemur út úr því.


Ég er aðeins að venjast sjónfræðingnum, mér finnst hann enn jafn glataður en er svona farin að "take him with að pinch of salt" eins og þeir segja hér. Ég er líka búin að fatta afhverju mér líkar ekki við hann; hann er aumingji, svona ræfill sem felur ræfilsháttinn á bakvið hroka í garð þeirra sem hann heldur að séu af lægri stétt en hann. Algjer lúser. Ég nenni ekki einu sinni að eyða orku í að láta hann fara í taugarnar á mér, ég hef annað og betra að gera. En við alla aðra samtarfsmenn mína líkar mér afskaplega vel, og þá sérstaklega Cörlu og Charlotte. Er það ekki fyndið? Karla og Karlotta! Það er greinilega eitthvað við karla-nafnið sem ég sæki í.

Engin ummæli: