fimmtudagur, 16. desember 2004

Ég verð þrítug á morgun. Ég er ekki alveg tilbúin, er ekki búin að gera allt sem planað var fyrir þann aldur. Reyndar er það bara eitt sem ég á eftir að gera. Ákveða hvað ég vil verða þegar ég er orðin stór. Og því miður þá finnst mér einhvernvegin eins og ég verði stór á morgun. Í fyrsta sinn á ævinni er ég ekkert sérstaklega spennt fyrir afmælinu mínu. Engin plön, ég er að vinna bæði á morgun og laugardag og ég er búin að fá áfmælisgjöfina frá Dave. Dekurdag á Lavender Beauty House sem var algjört æði. Þrítug. Úff.

Engin ummæli: