miðvikudagur, 9. febrúar 2005

Shrove Tuesday er þá liðinn og Ash Wednesday að síga á seinni hlutann. Hér er lítið haldið upp á öskudag en sprengidagur er aftur á móti kallaður pancakeday og allir úða í sig pönnukökum. Með sítrónusafa. Ég kemst ekki yfir þetta, pancakeday númer tvö hjá mér og aftur gleymdi ég að kaupa sítrónusafann. Greyið Dave fékk ekki pönnukökur eins og hann er vanur. Ég skemmdi svo reyndar pönnukökupönnuna mína, allt festist á henni og ég þarf að rannsaka það aðeins. Og svo ruglaðist ég í ríminu og hélt að bolludagur væri í dag. Og bakaði bollur í gær til að eiga í dag. Þetta veit ekki á gott.

Engin ummæli: