sunnudagur, 5. júní 2005

Nú er eldavélin mín búin að gefast upp og ég verð nú að segja að það er furðulega erfitt að reyna að vera í megrun ofnlaus. Ég get bara soðið eða steikt og megrunin mín byggðist öll á að grilla fremur en að steikja. Ó, vell, maður veltist bara um í spiki í smá stund í viðbót, það eru nú þegar komin þrjátíu ár, hvað eru nokkur í viðbót?

Ég hef enn ekkert heyrt af kjólnum mínum og er farin að ókyrrast örlítið. Ef hann kemur ekki í tæka tíð þá veit ég nú ekki hvað ég á að gera. Það er ekki eins og ég rölti mér inn í hvaða búð sem er og taki kjól af slá. Ég er nú samt búin að redda undirfötum, good óld Marks og Spencer áttu til hvalbeinslífstykki sem rúllar öllu draslinu upp í netta einingu. Ég verð þá kannski bara í því. Glæsilegt!

Engin ummæli: