Ég skipti um frídag, er heima í dag en fer í vinnu á þriðjudaginn, til að geta tekið á móti rafvirkja. Hann ætlar vinandi að segja mér að þetta sé ekkert mál, og kemur eldvélinni nýju fyrir. Ég er orðin dálítið leið á að hafa hana í kassa hérna í ganginum. Þessi líka fína eldavél og ekkert eldað. Ekki það að maður sé neitt sérstaklega svangur þessa dagana, endalaust góðgæti sem maður er að bíta í allan daginn. En svona eru bara jólin.
Ekki er svosem mikið um að vera í vinnunni, það tímir enginn að kaupa gleraugu á þessum árstíma þannig að ég og John, augnlæknirinn erum búin að vera að stússast í að skoða hvað ég þarf að gera til að komast í gegnum sjóntækjafræðina. Hann er búinn að vera mjög hjálplegur en ég verða að viðurkenna að ég er með smá magaverk, þetta er ægileg stærðfræði sem fylgir. Ég þarf að breyta hugsunarhætti sem hefur viðgengist hjá mér síðan í 7. bekk. Það er að ég geti ekki reiknað. Það er það erfiðasta við allt dæmið. (No pun intended!)
1 ummæli:
Þarftu alltaf að gera eitthvað áður en kommentin birtast?
Skrifa ummæli