sunnudagur, 22. apríl 2007

Það er allt að gertast núna, búin að skrá mig í námið og strax vesen. Hringt var frá Human Resources af því að þeim fannst ekki skýrt að með háskólagráðu í ensku fylgdi ósjálfrátt samræmt próf í stærðfræði. Það er sumsé eitt af inntökuskilyrðunum. Ég þarf því að biðja mömmu um að senda samræmdar einkunnir hingað. Enda með þessa líka fínu áttu í samræmdu stærðfræðiprófi...við minnumst ekkert á fína 1.5 á stúdentsprófi...

Ég er allavega orðin mjög spennt, og vonandi að allt gangi upp. Ég er ekkert hrædd við stærðfræðina lengur, mér gengur bara mjög vel. Ótrúlegt hvað færnin breytist þegar áhugi er einnig fyrir hendi, en það verður líka ekki tekið af honum Dave mínum ða hann er mjög góður kennari. Eiginlega synd að hann sé bara ekki að kenna í grunnskóla, ég er viss um að hann myndi hjálpa krökkum eins og mér sem hafa ekki rökhugsunina 100%. Erfiði hlutinn er að komast í gengum viðtalið þar sem þeir ákveða hvort þeri ætli að eyða tíma og peningum fyrirtækisins í mig. Og ég þarf að ljúga að þeim að ég hafi hugsað mér að vinna hjá þeim það sem eftir er. Ekkert minnst á heimför neitt.

En í dag er sunnudagur og við erum öll heima í dag. Lambalæri (velskt) í hádegismat og svo átti að fara í smá fjallgöngu, en auðvitað byrjar þá að rigna. Tvær vikur nánast af hita sem gerir það óþægilegt að vera í vinnunni en svo er frí og þá rignir. Sem minnir mig á það, stólarnir eru úti palli. Pullurnar eru gegnsósa. Best að reyna að bjarga þeim.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er allt í svo mikilli röð og reglu hjá mér að ég gat gengið að samræmdaprófsskírteininu og mun pósta það á morgun.:)

Hanna sagði...

Mikið assgoti líst mér vel á þig stelpa - til lukku!

Ætli þú eigir ekki bara sjálf eftir að enda sem stærðfræðikennari í grunnskóla og verða sú sem bjargar börnunum frá stærðfræðiskrímslinu ;-)

KysogkramfraDK
Hanna