þriðjudagur, 10. apríl 2007

Manchester og Liverpool voru við upphaf iðnbyltingar miklar vinaborgir enda tengdar viðskiptaböndum; Manchester framleiddi vörur úr baðmull sem Liverpool inn-og útflutti fyrir Manchester í gengum höfnina þar. 1873 var svo samdráttur í viðskiptum og Liverpool tók upp á því að hækka flutnings-og tollgjöld svo svakalega að Manchester var ófært að stunda sín baðmullarviðskipti. manchester buggði því skipaskurð mikinn sem gerði þeim fært að halda uppi baðmullarviðskiptum án hjálpar Liverpoolborgar. Skurður þessi er nothæfur þrátt fyrir að Manchester er um 40 mílur inn í landi. Skapaði þetta gífurlegt hatur milli borganna tveggja sem skilaði sér svo umm munar inn í hatur á milli Manchester United og Liverpool FC. Og þar vitiði það þið rauðu djöflar og púllarar. Það er út af þessu sem það er skip á barmmerki Manchester United sem að öðru leyti myndi ekki meika neitt sens. Þrátt fyrir allt þetta urðu báðar borgir fyrir miklu fjárhagslegu tjóni sem smám saman þróaðist út í útbreytt atvinnuleysi og almennan aumingjaskap á báðum stöðum. Sem útskýrir hversvegna Manchester United aðdáendur syngja; "Sign on, Sign on, with hope in your heart, you´ll never get a job" (Sungið við lagið walk on with hope in your heart) og Púllararar syngja "Shit on the cockneys, shit on the cockneys tonight" sem vísar til þess að flestir aðdáendur United sem hafa efni á að kaupa sig inn á leik eru ekki Mancunians lengur, heldur ríkir lundúnarbúar, asíubúar og Íslendingar! Sem útskýrir hversvegna United megin er oft lítið sungið.

Hvað um það, mér fannst ægilega merkilegt að það væri hægt að finna svon félagslegar ástæður fyrir hatri á milli fótboltafélaga. Veikleiki kenningarinnar er sá að það er ekki hefð fyrir hatri á milli Everton og Man. City sem eru minni liðin í borgunum tveimur og engin útskýring þar á.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að þessu!

Nafnlaus sagði...

Það er alltaf gaman að söguskýringum. Mér líður bara alltaf illa þegar e-r eru vondir við aðra. Geturu ekki sagt þeim að það sé betra að vera góðir?