Það verða sjálfsagt haldnar a.m.k. einar kosningar enn áður en ég flyt aftur heim, vonandi að þjóðin taki nokkrum sönsum fyrir þann tíma og hætti að kjósa sjálfstæðisflokkinn. Það er ekki nóg að fá að vera í sigurliðinu eina nótt á fjögurra ára fresti, þeir verða að leyfa lúserunum að vera memm á milli þess líka en það gerist bara ekki. Vonandi að Samsullið gangi upp og haldi í jafnaðarstefnuna en beygi bara ekki til hægri. Það er ekki verið að gera Walesbúum auðvelt að kjósa, hefði viljað fá að vera með en allt of langt að fara til London. Horfði bara á Júsóvísjón í staðinn en tapaði þar líka, hélt með Lettlandi.
Við erum búin að taka frá hótelherbergi í tvær nætur í Llandudno í júlí. Heather ætlar að passa Láka og við að halda upp á brúðkaupsafmælið. Mér líður eins og að ég hafi bókað tvær vikur á Spáni ég er svo spennt, tvær nætur bara að sofa út og borða mat sem aðrir elda og ekki ryksuga og engar lestar og allt. Að öðru leyti verðum við svo bara í garðinum í tvær vikur í lok júlí, byrjun ágúst, sem er alltaf líka voða næs. Vonandi að það hætti að rigna bráðlega, ég get bara ekkert montað mig.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli