miðvikudagur, 20. febrúar 2008



Breskar vinkonur mínar eru öðruvísi en þær íslensku. Ég fékk þennan sendan á tölvupósti með þeim óskum að hann myndi lífga upp á daginn minn. Einhvernvegin þá gerir hann ósköp lítið fyrir mig, og ég er sannfærð um að íslenskar vinkonur mínar séu sammála mér. ekki það að hann sé ekki voðalega sætur, mig vantar bara eitthvað meira en myndina eina. Hér ríkir nefnilega svona "ladette" kúltúr. Breskar konur hafa tekið jafnréttisbaráttunni þannig að þær hafi rétt til að vera "ódömulegar", þ.e. drekka sig blindfullar, drepast og æla, stara á hálfbera karlmenn, stunda skyndikynni, horfa á fótbolta og slást. Sjálfri finnst mér þetta vera misskilningur og hafa lítið með jafnrétti að gera. Finnst þetta eiginlega meira pirrandi, enda verður það sem er mikilvægt algerlega undir. Sorglegt eiginlega.

Engin ummæli: