sunnudagur, 24. febrúar 2008

Já, ég verð bara að viðurkenna að ég er Material Girl, og bara nokk ánægð með það. Fallegir hlutir láta mér líða vel. Sérstaklega fallegir hlutir sem ég á.


Ég geri mér grein fyrir að öllu megi ofgera en ég bara varð að sýna mömmu púðana. Þeir gera mig svo hamingjusama. Er ekki gott að vera svona einfaldur? Og svo er Láki líka svo sætur. Og svo má heldur ekki gleyma bláu skaftpottunum sem auðga líf mitt. Ohh, hlutir gera mig svo ánægða.


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú ert smekkmanneskja Dabbiló mín. Mér finnst þetta með bláa litinn bara skemmtilegt. Þegar ég byrjaði að búa keypti ég bara bláa hluti. Bláa potta, pönnur, kaffikönnur, bolla, diska, gardínur, uppþvottabursta, fægiskóflu svo fátt eitt sé nefnt.
Lúkas er samt flottastur!

Nafnlaus sagði...

Allt í stíli.

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Nú er það eina sem þig vantar bókin eftir Nigellu - How to be a domestic goddess. Kökurnar í henni eru náttúrulega guðdómlegar.
Kv. KRistín