föstudagur, 22. febrúar 2008Jæja vinir nær og fjær, sófinn sem Láki sýnir hér svo fallega er fully functional svefnsófi og hýsir tvær samrýmdar mannverur á þægilegasta máta. Allir velkomnir. Og ef þið haldið í ykkur til 12. apríl get ég einnig boðið gestum upp á flúnku nýtt baðherbergi með power shower. Ef þetta er ekki nóg þá er á heimilinu tvö digitial sjónvörp sem bjóða upp á 600 sjónvarpstöðvar (ekkert sem er þess virði að horfa á en samt!), einstaklega góðan kokk, skemmtilegan breta, frábæra aðstöðu til að gera einstök kaup á fatnaði og heimilivöru, og gullfallegt umhverfi ásamt nánd við heimsborgir á við fáar aðrar. Og ef einhver heldur að það sé gaman að fara á fótboltaleik til að sjá Liverpúl eða Manjúnæted þá eiga þeir hinir sömu eftir að kynnast alvöru spennu og reyna að halda með Wrexham FC! Croeso i Cymru.

1 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Þetta er ekkert smá freistandi ferðabæklingur. Vonandi að við getum einhvern tíma bókað á þessu fína hóteli.