mánudagur, 24. mars 2008

Súkkulaði út um allt... ég er komin með illt í magann, sonur minn er nefnilega með svona innbyggðan súkkulaðistoppara. Þegar hann er búinn að fá nóg þá hættir hann að borða. Sem þýðir að hann rétt snerti á eggjunum sínum. Sem þýðir að ég, sem er ekki með innbyggðan súkkulaðistoppara, er nú á fremur skömmum tíma búin að borða þrjú, nei fjögur, páskaegg. Ég er að hugsa um að játa mig sigraða enn einu sinni og ganga í einhverskonar klúbb. Ég get þetta ekki sjálf, ekki frekar en alkahólisti getur hætt að drekka án hjálpar. Ég er bara orðin svooooo leið á þessu. Í 27 ár er ég búin að hugsa um lítið annað en það sem ég borða. Get ekki sætt mig við að vera feit, get ekki tekist á við að lagfæra það. Þetta er hræðilegt að lifa lífinu svona. Og allir í kringum mig hljóta að vera orðnir leiðir á mér. Þetta getur varla verið svo flókið? Aumur er agalaus maður stóð í einu egginu. Mér fannst það eiga vel við.

Engin ummæli: