Við njótum enn dæmalausrar veðurblíðu hérna megin og höfum gott af. Við borðum kvöldmatinn úti í garði, enda er miðdegis-og kvöldsólin sterkust hér í garðinum. Ég þarf að kaupa nýja sláttuvél (kláraði þá gömlu síðasta sumar) og hef ákveðið að með kaupum á slíku tæki fari í hönd nýjir tímar, tímar þar sem ég huga almennilega að garðinum. Það er synd að eiga allt þetta svæði og geta ekki nýtt sér það almennilega. Garðurinn á að vera aukaherbergi á sumrin.
Hvað um það, Lúkas er hér í garðinum á hjólinu sínu, hann hefur mest notað lítið plast þríhjól, en er núna búinn að ákveða að hann sé of stór fyrir það. Honum finnst "hot wheels" hjólið dálítið þungt að eiga við en er alltaf að verða flinkari.
1 ummæli:
Lúkas er frábær, grasið þitt er ótrúlega grænt og mikið, gamli veggurinn nýtur sín vel á þessari mynd. Er búinn að horfa á þetta brot aftur og aftur.
Lúkas hefur greinilega dásamlegan húmör!!
Skrifa ummæli