miðvikudagur, 11. júní 2008

Ég fór heim úr vinnunni í gær veik. Held núna að þetta hafi bara verið fyrsta alvarlega heymæðiskastið og ég tekið því svona illa. Það er nefnilega erfitt þegar maður fær þessi ósköp á fullorðinsaldri og hefur ekki vanist þessu. Ég ákvað að vera heima í dag þó mér liði mun betur. Og nýtti tímann vel; er búin að skrifa, prenta út og senda ritgerð númer 2. Bókhaldsritgerðina sem ég hélt að ég gæti aldrei gert. Er ekki of ánægð með afraksturinn en verð að viðurkenna að þar eð þetta er skyldukúrs sem mér er nokk sama um þá er nóg að ná bara. Ég þarf ekki A fyrir þessa. Og ég get ekki eytt meiri tíma í hana: númer þrjú þarf að vera tilbúin fyrir þann 30. Já, there is no rest for the wicked.

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Heymæðiskast hvað?
Þú líka?
Eitthvað sem mamma gamla veit ekki?

murta sagði...

Já þetta er þriðja sumarið sem ég hef þurft að bryðja antihistamín í eins og það væri smartís. Mmmmmmmmmmm....smartís.....