föstudagur, 6. júní 2008
Ég fór í klippingu eftir vinnu núna í kvöld. Ég hef aldrei verið jafn ánægð með hárið á mér og núna, fannst ég algjört æði þegar ég leit í spegilinn. Flýtti mér heim til að láta Dave taka mynd til að sýna öllum að ég væri ekkert eins og Eiki Hauks. Ég skælbrosti framan í myndavélina og teygði mig svo eftir henni til að tjékka á árangrinum. Hárið er flott, hárið er frábært. Afgangurinn af mér er viðbjóður hinsvegar og ég get ekki sýnt myndina. Ég er að springa, ég er svo ógeðslega feit að ég skil ekki að ég þurfi ekki að borga fyrir tvö sæti í strætó. Mig langar til að sökkva ofan í jörðina, ég hef aldrei áður séð sjálfa mig svona. Og ég ræð ekkert við þetta. Ekki neitt. Ég er viðbjóðsleg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Heyrðu unga dama - þú mátt ekki tala svona um hana vinkonu mína!
Vona að þér líði betur elsku vena. Lífið er of stutt til þess að eyða því í vitleysu.
Ástarkossar og knús
Hanna
Er ekki eitthvað að þessari myndavél?
Skrifa ummæli