fimmtudagur, 19. júní 2008

Lúkas er alltaf að verða fullorðnari. Hann er að læra að hafa stjórn á skapi sínu. Ég sagði við hann í gær að hann ætti að fara í sturtu eftir kvöldmat, "æji mamma, má ég fara í sturtu á morgun?" bað hann og ég sagði ókei, en að hann YRÐI að fara í sturtu á morgun. Þannig að þegar hann kom heim í kvöld sagði ég honum að fara úr og í sturtuna. Hann öskraði á mig og sagðist ætla í tölvuna. Ég sagði nei og að í tölvuna færi hann aldrei framar ef hann öskraði svona á mig. "Allright" sagði hann þá og dreif sig í bað. Fyrir hálfu ári síðan hefði þetta tekið tvo til þrjá tíma af gráti, öskrum, hótunum og fleiru. Við hefðum bæði sofnað útgrátin og uppgefin, ég blautari en hann eftir slagsmál í sturtunni. Núna tók þetta eina mínútu og allir ánægðir. Nú er bara að fá hann til að samþykkja það sem ég segji án þess að öskra. Eða er það til of mikils ætlast?

Hann þurrkaði af borðinu eftir matinn um daginn. Ég lét hann fá það sem var af klinki í veskinu mínu til að setja í Lightning Mcqueen baukinn í staðinn. Ein 24 pens. Síðan þá hefur hann náð sér í tusku og þurrkað af eftir matinn á hverju kvöldi. En varð hálf fúll þegar ég lét hann fá 50 pens pening. Það var ekki jafn gott og 24 enda þá um fleiri peninga að ræða.

Sjálf er ég búin að gráta í 3 og 1/2 dag en er að jafna mig núna. Ég þarf að setja niður á blað það sem ég er að hugsa en kem því ekki frá mér. Ég er compulsive overeater og ég þarf að viðurkenna að ég þarf hjálp en ég get það ekki. Ég þarf að breyta viðhorfi mínu til sjúkdómsins, þ.e. viðurkenna að þetta er sjúkdómur og að ég er ekki veiklunduð og misheppnuð en ég get það ekki heldur. Ég get heldur ekki tekið ákvörðun um hvað gerist næst og ég get svo sannarlega ekki hætt að borða. Ekki skrýtið að ég sé dáltið svekkt. Góðir tímar.

Engin ummæli: