Upphafsþyngd: 120 kg.
Takmarkið: 70 kg.
Míní-takmark: 115 kg 21.júlí.
Já, í dag er fyrsti dagurinn af afgangnum af ævinni. Ég þarf að létta mig um 50 kg. og hef gefið mér 2 ár til að gera það. Ég hef gert þetta áður og get bara vonað að í þetta sinnið virki þetta allt saman. Hvað ætla ég að gera öðruvísi núna? Það eina sem ég hef er fullvissan um að í þetta sinnið gangi þetta upp.
1. Reyna að læra að þekkja tímapunktana sem eru hættutímar. Þ.e. hvenær er ég veikust fyrir óhollustunni.
2. Reyna að skipta út hvítu hveiti og sykri fyrir hollari staðgengla.
3. Halda mig við sundið.
4. Ef ég fæ mér óhollustu, ekki gefast upp, og ekki fara á viku"fyllerí". Bara byrja upp á nýtt.
5, Fara á 4 vikna fresti til hjúkku í vigtun.
6. Tala við fólk ef ég finn að ég er að fara að falla.
7. Nota smoothie-maker.
8. Hafa augun á markmiðinu.
9. Halda dagbók.
1 ummæli:
Mér þykir þú flott og frábær, gangi þér vel í prógramminu þínu.
bestu kveðjur,
Nanna
Skrifa ummæli