mánudagur, 30. júní 2008

Það var dúndurstuð á laugardagskvöldið, við drukkum bara alveg passlega, enginn fullur en allir glaðir. Eðal alveg. Sarah, Jeff og Dave voru reyndar eitthvað með nostalgíu, þau muna öll Wrexham öðruvísi en borgin er núna. En það er óhjákvæmilegt, ég er nokk viss um að ég geti ekki farið út í Reykjavík núna. Hvað um það, það var bara óborganlegt að fá að fara í djammgalla og vera hress á laugardagskvöldi. Ekki að ég vildi gera þetta allar helgar en svo öðru hvoru er frábært.

Ég hafði svo ákveðið að ég væri í fríi á sunnudeginum. Ekki þannig að ég mætti éta út í eitt en ég mátti slaka aðeins á. Þegar til kom var einn poki af Minstrels allt og sumt og það var bara alveg fínt. Ég er svo búin að vera mjög aktív í dag og passa matinn mjög vel. Og er svo hress og jákvæð og bjartsýn. So good so far.

Ég er enn að finna út hvað hentar mér í sambandi við hreyfingu. Mig langar til að nota veðrið og fara í göngutúra og er búin að fatta að kvöldin sem Dave svæfir Láka get ég farið út beint eftir kvöldmat. Ceri og Shirley vilja endilega fara í ræktina með mig en við verðum að bíða þangað til að þær eru báðar búnar að unga út. Shirley vonandi í þessari viku og Ceri í miðjum júlí. Sundið hentar mér náttúrulega mjög vel, þá morgna sem ég þarf ekki að fara með Láka í skólann. Þetta er smá púsluspil en ef viljinn er fyrir hendi þá er allt hægt.

Svo er ég að velta fyrir mér hvort ég eigi að vigta mig eða hvort ég eigi að láta það vera minna mál. Sem stendur þá er ég of þung fyrir vigtina mína og þarf að fara til hjúkku til að vigta mig. Mér finnst alveg nóg að fara til hennar á 4 vikna fresti en langar ægilega til að geta fylgst meira með hvort það sé þyngdartap í gangi. Á ég að fara til hennar oftar eða á ég að hafa það fyrir takmarkið núna að létta mig niður í tölu sem sést á vigtinni minni? Ég held að það virki ekki fyrir mig að pæla ekkert í kílóafjöldanum, ég þarf að hafa keppni í gangi. (By the way skv. vigtinni í Boots er ég búin að léttast um 3 kíló en það er bara svona að gamni!)

4 ummæli:

Harpa sagði...

Ég var að vonast til að þú myndir sjálf fá þá hugmynd að splæsa á þig nýja Wii tækinu, þú veist þarna pallinum sem þeir eru alltaf að auglýsa í sjónvarpinu.....
Svo myndir þú auðvitað lána frænku þinni hann þegar hún verður búin að unga út.
Til lukku annars með kílóin. Þú manst að margt smátt gerir eitt stórt þannig að þetta verður búið áður en þú veist af!

murta sagði...

Ég hringdi í framleiðendur Wii Fit til að spurja um þyngdarhhámarkið og það er 23 stones þannig að ég get notað það. Maður þarf að kaupa console og fit borðið og allt í allt er þetta 170 pund. Svo myndu Lúkas og Dave þurfa að fá leiki og tæki þannig að þetta lítur út fyrir að vera jólagjöfin í ár. Ein gjöf handa okkur öllum! En ég hlakka ekkert smá til að eignast þetta, lítur vel út!

Nafnlaus sagði...

Það hefur gagnast mér að taka mál af helstu líkamspörtums vikulega þegar ég tek mig taki. Þá sér maður árangurinn betur en á vigtinni.

Nafnlaus sagði...

Hoωԁy! Do you usе Τwitter?
I'd like to follow you if that would be ok. I'm аbsolutеly enjoying
уouг blоg anԁ look forward to nеω posts.


Μy web ρagе ... increase boob size