mánudagur, 25. ágúst 2008

Lúkas kyrjar enn "Áfram Ísland" svona öðruhvoru, fáninn er enn uppi við og sjálf fæ ég enn kökk í hálsinn af stolti og þjóðarrembingi. Horfði á leikinn á BBC og það var spes að hlusta á hlutlausa lýsingu. Bretinn sem lýsti hélt því reyndar fram að ef hefði ekki verið fyrir ótrúlega markvörslu Frakka þá hefðum við unnið með yfir 30 mörkum. Hann vildi líka meina að þetta væri síðasta mót þessa franska liðs, þeir væru allir komnir vel við aldur en að íslenska liðið væri rétt að byrja. Ég vona svo að þjóðin haldi partý á miðvikudaginn og veri eins halló og uppfull af rembingi eins og mögulegt er, og fagni silfurliðinu eins og þeim hetjum sem þeir eru. Áfram Ísland!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HEHE!
JÁ ÉG HELD VIÐ íSLENDINGAR HÖLDUM ÁFRAM AÐ KALLA ÞÁ "STRÁKANA OKKAR" OG REMBUMST ÁFRAM!...ÞANGAÐ TIL EINHVER KLÚÐRAR EINHVERJU OG ÞÁ ERU ÞESSI GREY ORÐNIR ÓNYTJUNGAR ;).
NEI ÉG SEGI NÚ BARA SVONA, ÞAÐ ERU ALLIR AÐ DREPAST ÚR STOLTI OG "STRÁKARNIR OKKAR" VERÐA HYLLTIR Á LAUGARVEGINUM Á MIÐVIKUDAG, KEYRT NIÐUR LAUGARVEGINN Í SLAGVEÐURS RIGNINGU Á OPNUM VAGNI !!! HAHAHAHA KLISJAN MAÐUR MINN :DKVEÐJA,
FRÆNKAN ÞÍN