miðvikudagur, 27. ágúst 2008
Ætli maður sé bara ekki í svona ægilegu pönkskapi núna. Fann í þjóðarrembingsvímunni lag með Morðingjunum sem heitir Áfram Ísland og er núna að fíla þá í tætlur. Heyri svo mikla skírskotun í Dead Kennedys að ég verð bara 15 aftur og langar að kyssa Braga. Mikið var gaman að vera 15 ára. Pixies og Húnaver og sígarettur og bylting og svartar gallabuxur. Ég er nebblega hætt að hlusta á tónlist. Finn bara engan tíma. Er að sinna barni og námi og vinnu og eini tíminn sem gefst er rétt við uppvaskið. Ætla að innleiða smá pönk í uppvaskið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
ég myndi nú passa mig með Braga - hann er minn!!
annars er hætta á grillun....
Ætli hann sé enn í gallajakkanum?
Knús
Blöbbz
He he, mér datt einmitt grillun í hug þegar ég las færsluna (áður en ég sá kommentið frá Hönnu). Ég kalla Svövu góða að þora að skrifa þetta vitandi að Hanna er meðal lesenda ;-).
Annars fékk ég svona nostalgíu um daginn. Mætti nefnilega strák í bol merktum Dead Kennedys, ekki ósvipaðan þeim sem ég átti.....
Ohh já, það var gaman að vera 15.
Skrifa ummæli