mánudagur, 4. ágúst 2008

Við Dave erum núna búin að fá að vera ein heima heila helgi en Láki fór til Íslands með ömmu og afa á föstudagskvöld. Eins ljómandi og þetta er þá sakna ég hans smávegis og hlakka til að sjá hann aftur á morgun. Ég er svo náttúrulega ægilega spennt að komast smá til Íslands. Vonandi að ég nái að hitta sem flesta og gera sem mest. Svo verður líka spennandi að sjá hvernig mér gengur að telja karólínur á meðan ég er í fríi. Ég vorkenni Dave smávegis en hann fær ekkert sumarfrí í ár og þarf að bíða hérna einn heima á meðan við Láki skemmtum okkur á Íslandi. Að sumu leiti er gott að fá að vera bara ein og tala íslensku án þess að hafa áhyggjur af því að hann sé að skemmta sér og sé ekki einn úti í horni en á hinn bóginn finnst mér ekki gott að vera í burtu frá honum lengi. So see yous later!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta
Góða skemmtun heima - njóttu þess út í ystu æsar.

Gangi þér vel í línutalningum.

Ástarkveðjur
Blöbbz

Nafnlaus sagði...

oooooooooooo, hlakka svo til að sjá ykkur frænkurnar á Sóló, mússímúss og mundu bara að syngja; 'Línudans, það jafnast ekkert á við Línudans, að tjútt'og tralla, já með Óla Skans, í línudans, jú, best er títt að taka línudans...
þín sighvalt,
Sibbý sjálf :o)