laugardagur, 20. september 2008
Ég er núna ekki búin að vera í megrun í viku og glöggir lesendur taka ef til vill eftir að ég er búin að léttast um 2 kíló. 2 kíló jafngilda 14000 karólínum. Ég hef sem sagt endurgreitt 14000 karólínur inn á fituskuldina mína. Ég skulda sjö hundruð þúsund (700.000) karólínur sem ég vona að ég geti endurgreitt á næstu árum með að vera ekki í megrun. Ég er að vona að þetta sé ekki misskilningur en þessa viku er ég búin að vera á fullu í Pilates og hefur lítið langað í nammi. Ég sagði við sjálfa mig að ef mig langi í eitthvað gott þá bara fæ ég mér það en mig hefur bara ekkert langað til að borða. Skrýtið. Ekki getur verið að ég sé búin að leysa 27 ára gamlan vanda?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þú ert búin að finna út þetta sem ég fann út þarna um árið. Megrun meikar ekki sens. Ég hef aldrei haft það betra en eftir að ég hætti þessu rugli sem ég var búin að vera í síðan ég var 8 ára. Ég sveiflast auðvitað í vigt en ekkert á miðað við það sem gerðist þegar ég var í megrun - í 20 ár. Gangi þér vel Baba mín.
Skrifa ummæli