mánudagur, 8. september 2008



Jessss! Veraldargæðin fylla hjarta mitt þvílíkri hamingju að ég má vart mæla! Arne Jacobsen (knockoff) stólarnir komu loksins í dag eftir margra mánaða leit (þeir urðu að vera eins líkir upprunalegu stólunum og hægt var en á viðráðanlegu verði) og svakalegt vesen við að fá þá senda. Ég er svo grunnhyggin að þetta eitt að fá nýja stóla gerir það að verkum að ég verð ánægð með allt í lífinu. Hvað það er gott að og þægilegt vera svona einföld sál. Ég er svo búin að panta rafvirkja til að setja upp ljós yfir borðinu til að skapa "task lighting". Tvö svona hlið við hlið sem hanga lágt. Ef þið skiljið hvað ég á við. Þá verður borðstofan aðskilin frá stofunni með ljósum. Ég set að sjálfsögðu inn öppdeit á myndum þegar þau eru komin upp. Ohhhh ég get ekki beðið!

2 ummæli:

Guðrún sagði...

Þeir eru geðveikt flottir!!!

Harpa sagði...

Þeir eru rosalega flottir! Dave hefur staðið sig vel í net-leitinni ;-).