sunnudagur, 2. nóvember 2008







Ég er svo lukkuleg að búa í landi sem hýsir alveg sérstaka tegund karlmanna. Ég kalla þá "Welsh hotties". Öfugt við menn af angló-saxnesku bergi brotnu, þ.e. enskir, sem eru yfirleitt "ginger mingers" (ljósrauðhærðir og forljótir) eru keltneskir menn yfirleitt dökkir yfirlitum. Kelly Jones söngvari stereophonics er welsh hottie númer 2.

Svo eru menn eins og Stephen Jones og Gethin Jones sem fylla hópinn. Og auðvitað Dave Jones. Sem er að sjálfsögðu númer eitt. Já, það er gott að vera Jones.



3 ummæli:

Harpa sagði...

Má til með að stimpla okkur inn.... Hér var líka hrært í pizzu á laugardaginn!

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Mér finnst þetta dásamlega skemmtilegt tilviljun. Hvað eigum við að hafa á næsta laugardag?

murta sagði...

Ef ég geri ekki pizzu þá er hér mikil hefð fyrir "saturday night takeaway" enda oftast of þreytt eftir langan vinnudag til að gera eitthvað af viti. En það stendur allt til bóta.