Ég tók skriflegt bílpróf í gær og stóðst með glæsibrag. Minnti mig smá á hvað mér finnst alltaf gaman í prófum. Ég á auðvelt með að læra fyrir próf og stend mig oftast mjög vel. Og mér finnst voða gaman að standa mig vel. Eitt stærðfræðipróf (sem ég er búin að sanna síðar meir að ég er í alvörunni rosa góð í stærðfræði) og smá lögfræði eru einu prófin sem hafa ekki gengið mér í hag. En það er nú bara svona til að sanna regluna. Hvað sem því líður þá finnst mér ganga hægt að komast í það verklega. Hér er langur biðlisti að komast að og fyrir utan að Michelle (Jones ökukennari, find her in the yellow pages) finnst ég ekki vera tilbúin. Ég rúlla afturábak niður brekkur (hér væri hægt að stinga inn fitubollu brandara) og krosslegg víst hendur. Sjálfri finnst mér þetta vera smámunir en svo er víst ekki. Þannig að ég verð að vera þolinmóð og æfa mig. Verst að ég hef engan tíma aflögu.
Í öðrum fréttum þá eru nú tveir dagar eftir hjá Dollond & Aitchisons þannig að það er víst síðasti séns hjá ykkur öllum að fá hjá mér ódýr gleraugu. Héðan í frá er það bara Specsavers.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli