Nýja vinnan er að lofa góðu. Það er svakalega margt að læra og gera og mestmegnis snýst ég í hringi í kringum sjálfa mig en það eru góðir hringir. Ég er strax búin að eignast góða vini og mórallinn er frábær. Ég er með 10 starfsmenn sem ég sé um og ég er svona smá að hitta þau og fatta hvað ég á að gera við þau. Flexitíminn þýðir að ég get farið með Láka í skólann og þegar bílprófið er komið í höfn ætti ég að geta náð í hann líka sem bætir upp að ég get ekki sagt góða nótt við hann nema um helgar. En að vera í fríi um helgar er svo auðvitað bónus sem er alveg frábær.
Ég fékk smá sjokk fyrsta daginn þegar mér var tilkynnt að það liti út fyrir að reynslutíminn sem ég var ráðin til (til 1. apríl) myndi vera allt og sumt. Samningurinn um verkefnið sem ég var að fara að stjórna var að renna út og ekki væri hægt að ráða mig lengur en til 1. apríl. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir þessum skilmála almennilega og fékk algjört áfall. Við fengum svo að vita í gær að samningurinn hafi verið framlengdur og því með örugga vinnu. Bara smá sjokk. Ég sótti reyndar strax um aðra vinnu á mánudagskvöld og er búin að fá bréf frá þeim þar sem þeir óska frekari upplýsinga um mig. Þannig að ef allt fer til fjandans á Íslandi þá er nóg pláss hér.
Mikið rosalega er ég sjálfhverf.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli