föstudagur, 5. desember 2008


Það er mikið ógurlega stolt í kvöld móðurhjartað. Láki minn kom heim með viðurkenningarskjal úr skólanum í dag fyrir að vera nemandi vikunnar. Hann hafði bætt svo úr hegðun sinni að það þótti þess virði að viðurkenna hann. Ég vissi reyndar ekki að hann þyrfti að bæta úr hegðuninni en látum það vera akkúrat núna.

Hann var bestur í að vera bestur.

5 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Vel gert hjá stráksa!

Harpa sagði...

Til lukku með Láka! Hvernig er það annars stelpur, var ekki líka hnoðað í pizzu hjá ykkur í kvöld?

murta sagði...

Eftir að hafa að undanförnu boðið upp á "spicy chicken" var ákveðið að gera gamla góða pepp, svepp og lauk. Mikið djöfull var hún góð!

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Ég var með barnaafmæli - 7 ára - en þar var pizza beint á ská. Litlar minipizzur sem voru undirbúnar deginum áður og svo hitaðar upp.

Guðrún sagði...

Ömmuhjartað hoppar af stolti!!