föstudagur, 12. desember 2008Hér er litli fjárhirðirinn minn. Ég vissi að hann væri hávaxinn en ég hafði aldrei tekið eftir hversu miklu stærri en jafnaldrar sínir hann er. Hann er höfðinu hærri en allir í bekknum. Hann stóð sig vel, söng og dansaði en því miður sat ég á kolvitlausum stað í salnum og sá lítið til hans. Sýningin var bráðskemmtileg engu að síður og frábært hvað kennaraliðinu tókst vel til að fá krakkana til að leika og dansa.

1 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Hæ Svava

Ég var að reyna að hringja í þig. Eitthvað er skype-ið að stríða mér. Allavega þá er þetta ekki mállaus símaperri.