þriðjudagur, 27. janúar 2009


Nú hef ég ákveðið, í ljósi efnahagsástandsins, að fara að rækta garðinn minn. Í eiginlegri merkingu og þeirri sem Voltaire vildi meina. Ég gældi í smástund við hænsabúskap en hætti við þegar ég mundi að mér finnast fuglar ógeðsleg kvikindi með starandi augu og beittar klær. Gogg, gogg ég vil ekki hafa svoleiðis í bakgarðinum. Allavega, ég á ágætis garðspildu og er núna á fullu að lesa mér til um hvernig maður ber sig við að rækta gulrætur, grænar baunir, spergilkál og myntu. Ég sé lífstílinn í hillingum, þarna sé ég loksins komin með áhugamál sem öll fjölskyldan hefur gott og gaman að og í ofanálag verði ég sjálfbær um allt mitt grænmeti. Og ég les og les og les, grein eftir grein eftir grein um hvernig sé best að bera sig að. En fer ég út í garð og byrja að pæla? Nei. Ég hef reynt tvisvar núna, en ég bara sé ekki hvar ég á að byrja. Ég get ekki séð að þetta sé svona fyrir óreynda. Og það sem átti að vera mér til ánægju og yndisauka hefur núna bæst á samviskuna og "to do" listann. For crying out loud!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú verður klárlega að setja á netið allan þann fróðleik sem þú hefur drukkið í þig ;) svo við hér á Íslandi getum ræktað garðinn okkar.....ekki veitir okkur af ;)
Þórh.Helga sem er ekki alveg að ráða við þetta kommentakerfi þitt....

fangor sagði...

hann Jamie Oliver gaf út voða fína bók um það hvernig hægt er að rækta garðinn sinn á einfaldan hátt. til dæmis að rækta kartöflur í svörtum ruslapokum þar sem fólk hefur ekki garð. mæli eindregið með henni.

Nafnlaus sagði...

þetta verður nátt'la lífræn skiptiræktun, er það ekki? Blessuð láttu púddurnar eftir þér... 'free-range' egg á hverjum morgni, mmmm :o) Mússí, þín Á