þriðjudagur, 31. mars 2009

Nýji yfirmaðurinn minn er algjör tík. Ég held að ég hafi bara aldrei unnið hjá manneskju sem er svona illa starfi sínu vaxin. Reyndar ef ég hugsa um það þá hef ég alltaf unnið hjá eðal fólki. En þessi, hún er bara eitthvað alveg nýtt. Ég læt það reyndar ekki mikið á mig fá, hef tekið þann pólinn í hæðina að skoða hana sem rannsóknarefni fyrir námið og í næstu man management ritgerð ætla ég að tileinka henni heilan kafla um hvernig á ekki að gera hlutina. Ég hef bara aldrei séð þetta áður; hún kann svo illa að stjórna og veit svo lítið um hvernig hlutirnir virka að hún hefur tekið þann pólinn í hæðina að ef hún öskrar og æpir og lætur frá sér misvísandi upplýsingar og breytir um skoðun og æpir og kúgar þá fatti fólk ekki að hún einfaldlega hefur ekki hugmynd um hvað hún er að gera. Hún væri kómísk ef hún gerði vinnuna ekki svona erfiða. Mér finnst mjög gaman að því sem ég er að gera og skemmtilegt á allan hátt í vinnunni, nema þegar kemur að henni. Hún er að skemma aðeins fyrir mér.

Námið er svo að skemma fyrir mér nýja lífstílinn. Það er fulltæm djobb að halda úti heilsusamlegum lífstíl og ég verð að eyða tíma í það. En þá fer námið veg allrar veraldar. Ég verð að setjast niður og finna betri stundaskrá fyrir sjálfa mig, ég verð að koma þessu öllu fyrir einhvernvegin, ég er ekki tilbúin í málamiðlanir. Það er bara allt eða ekkert.

Engin ummæli: