föstudagur, 3. apríl 2009

Ég er búin að vera að dútla mér við að safna pening svo við kæmumst í sumarfrí í sumar. Ég hafði séð auglýsta viku í Alcudia á Mallorca fyrir um £700. Ég vildi upprunalega bara smella þessu á kreditkortið en eiginmaðurinn skynsami sagði nei, í fyrsta lagi þá getur hann ekki bókað frí fyrr en 1. apríl og það var engin fullvissa að hann fengi þessar tvær vikur í ágúst, ef ég hugsaði til baka þá fékk hann ekki sumarfrí í fyrra og ég hafði farið ein til Íslands. Í öðru lagi þá setur maður ekki svona óþarfa á kreditkort. Óþarfa á maður að borga fyrir. Ég ákvað því að sýna honum og mér að ég gæti sko alveg safnað pening. Og jú, 1. apríl átti ég £700. Og við fengum bæði fríið bókað. En þegar kom að því að bóka ferðina þá var hún komin upp í £1200. Ég lagðist því í smá rannsóknarvinnu og bókaði svo í gær vikuferð til Krítar. Og komst svo að því þegar ég fór að skoða Krít að ég er að fara í rannsóknarferð. Kemur ekki í ljós að Krítverjar borða hollasta mat í heimi! Þvílík sæla, heil vika á ströndinni að borða hollan mat!

Ég er að sjálfsögðu yfirkomin af samviskubiti líka. Ég get ekki komið heim í sumar út af þessari ferð. Ég fæ bara 2 vikur í frí yfir sumarið og ég hef ekki tíma til að koma heim líka. Það er bara ekki réttlátt að bara af því að ég er Íslendingur þá fái Dave aldrei framar að fara í sólarstrandarferð. Ég verð að taka tillit til hans líka. Og eins hrifinn og hann er af Íslandi þá er það ekki alveg það sama fríið fyrir hann. Ég kem því ekki til Íslands fyrr en í Október þegar það er vikufrí í skólanum hjá Láka.

2 ummæli:

Harpa sagði...

ohh, hvað ég öfunda ykkur. Þetta verður bara gaman.
Og ég kalla þig nú góða að safna £700 á mánuði!

murta sagði...

Neí, ég er sko búin að vera að safna síðan í janúar. Og það tók heilmikið á. Ég er meira svona af "eyða núna, borga seinna" skólanum.