föstudagur, 8. maí 2009

Ég ryksugaði í morgun, sem í sjálfu sér er ekki í frásögur færandi, nema að í morgun fann ég í kjölfarið einn Legó-kubb sem Láki hafði verið að leita að. Ég setti kubbinn á eldhúsborðið og fór svo í vinnuna. Eftirfarandi er svo það sem fór á milli feðganna þegar þeir komu heim og fundu kubbinn.
Lúkas: "Mummy found my crystal!"
Dave: "Oh, yes she did, that was good of her."
Lúkas: "Yes, she is very clever. I like her very much. I think I´ll keep her."
Ég er að sjálfsögðu hæst ánægð með að hann vilji eiga mig.

2 ummæli:

Harpa sagði...

Æ hvað hann er yndislegur og jú fallegt af honum að ætla að eiga þig áfram. Hérna fær ég stundum að heyra "mamma, mér finnst þú vera gella." Það er voðalega gaman....

Guðrún sagði...

Þetta er svo fyndið! Við, psbbi þinn, erum búin að hlæja mikið af þessum gullmola.