fimmtudagur, 4. júní 2009Í öllu þessu óskapa blíðviðri hefur verið erfitt að drekka morgunkaffið, það er einfaldlega of heitt. En mig vantar engu að síður kaffi skammtinn minn þannig að eitthvað þurfti að gera. Og jú, ég er búin að búa til minn eiginn Frappucino light að hætti Starbökksara. Og hvað ég naut mín í morgun, úti í garði, með Ideal Home Magazine, baðandi mig í morgunsólargeislunum og með kaldan Frappucino til að sötra á. Ó, ljúfa líf.

Hvað um það, ég held líka áfram að bræða af mér mörinn, 700 g. aftur þessa vikuna, það virðist vera töfratalan akkúrat núna. Ég geri ráð fyrir að ég gæti lést meira ef ég tæki aðeins þéttar á nammidögunum, en ég veit líka að án nammidaganna held ég þetta ekki út. Þannig að það er betra að gera þetta hægt og sigrast að lokum heldur en að léttast hratt og fitna svo bara hratt aftur.

Engin ummæli: