þriðjudagur, 18. ágúst 2009

Það er svona nokkuð öruggt að það er hægt að setja samasem merki á milli þess að ég skrifi lítið og að ég sé ekki að borða á réttan hátt. Ég kom heim frá Krít fyrir tæpri viku og þessi vika hér heima er búin að vera dálítið merkileg. Það var að sjálfsögðu alveg frábært þar ytra; sól og sund í heila viku, skemmtilegur staður, krakkar fyrir Lúkas og nýr veitingastaður á hverju kvöldi. Við nutum tímans þar alveg í born. Og ég fylgdist með sjálfri mér svona smá slaka meira á á hverjum degi. Ein auka brauðbolla hér, bjór þar, svo vék gríska salatið fyrir grilluðum osti og svo var allt í einu komin eftirréttur og að lokum var allt í einu til súkkulaði í ísskápnum í hótelíbúðinni. En svo sem allt í lagi, ég er í fríi og gerði aldrei ráð fyrir að viðhalda lífstílnum fullkomlega. Steig á vigtina þegar heim var komið og ég hafði þyngst um 5 kíló. 5 kíló á viku. Rúmur mánuður af varkárni farinn á einni viku. Ég er búin að vera að velta þessu fyrir mér síðan ég kom heim. Og þó svo að ég sé svekkt yfir að hafa þyngst þá er það ekki aðalmálið. Ég get losnað við það aftur, nei það sem ég er svekkt yfir er hversu auðvelt það var fyrir mig að missa tökin. Ég var alveg sannfærð um að ég væri ný manneskja og að ég hefði mun betri stjórn á mér en þetta. Það var ofboðslega svekkjandi að komast að því að það að hafa afsökun (ég er í fríi) var nóg til að algerlega missa mig í alla gömlu vondu hegðunina mína. Hegðunarmynstur sem ég var sannfærð um að ég væri búin að komast út úr. Ég var sjálfsagt aðeins of bjartsýn að ætla að ég gæti breytt rúmlega 30 ára mynstri á örfáum mánuðum. En ég ætla að læra af þessu, núna veit ég að ég höndla ekki breytingar og verð tilbúin með neyðaráætlun sem fer í gang þegar ég fer til Íslands. (Og ég er strax búin að losa mig við 1 af þessum grísku kílóum.)

2 ummæli:

Rannveig sagði...

Vá hvað þetta er fljótt að gerast, 5 kíló á einni viku. Ég sendi þér baráttukveðjur og góða strauma, þú ert hetja og ég veit þú getur þetta.

hanna sagði...

you go girl!