sunnudagur, 30. ágúst 2009



Svona er sko fínt að byrja sunnudag, verða kófsveitt og rauð í framan. Vantar bara svitabandið og þá væri ég flott!

Ég uppgötvaði um daginn hugarfarsbreytingu hjá mér sem ég er ánægð með. Ég hef hingað til stundað líkamsrækt einungis til að grennast en í þetta sinnið hef ég bara áhuga á að verða "fitt". Og það einhvernveginn breytir öllu. Ég hlakka til að gera æfingar og nýt þess í botn þegar ég finn fyrir nýjum vöðva eða get gert eitthvað sem ég gat ekki í gær. Eins og að hlaupa stanslaust í 3 mínútur. Það gat ég ekki þegar ég var 125 kíló. Þetta hljómar ekki mikið þegar ég segi 3 mínútur en fyrir svona hlussu eins og mig er það meira en að segja það. Góður dagur.

4 ummæli:

Harpa sagði...

Mikið svakalega lítur þú vel út gamla! Hlakka til að sjá þig í október!

S r o s i n sagði...

Ég má til með að hrósa þér. Þú lítur stórvel út.

Það er einmitt svo gott að setja sér ný og ný markmið, fyrst að ná 2 mín í hlaupi svo þremur og fyrr en varir þá nær maður heilum 10mín.
Var búin að ná því markmiði að geta yfir höfuð hlaupið en það var fyrir meðgöngu... fer að mæta í ræktina og klappa hlaupabrettinu :)

En frábær árangur hjá þér, gangi þér áfram vel!

Nafnlaus sagði...

Rosalega lítur þú vel út skvís.
Hlakka til að hitta þig á föstudaginn.
kv.HH

Nafnlaus sagði...

Vá hvað þú lítur vel út krútt :). Fjar-Knús til þín núna og hlakka til að knúsa þig almennilega í október :)
mbk,
Hulda frænka