þriðjudagur, 20. október 2009



"Hvaða dónaskapur er þetta!" hrópaði eiginmaður minn upp yfir sig þegar hann sá mig munda myndavélina í morgun. "Hvað áttu eiginlega við?" spurði ég sakleysislega, "ég er bara að taka mynd fyrir græna ævintýrið mitt." Grænt, meira svona ljósblátt í dag vildi hann meina, en ég veit ekkert um hvað hann er að tala því ég hugsa ekki svona dónalega. Hvað um það, nú er haust hér í Bretlandi og því árstíðin fyrir butternut squash. Aðeins ævintýralegra í dag hjá mér, ég hef aldrei prófað þetta áður. Ég man eftir þessu í Bandaríkjunum en finnst endilega að ég hafi aldrei smakkað. Ég afhýddi og kubbaði niður, og steikti svo á pönnu með lauk, hvítlauk, indverskum kryddjurtum og skellti svo tómatdós, kókósmjólk, kjúklingabaunum og spínati út í pönnuna og lét malla. Uppskriftina fann ég á netinu en þurfti að breyta til að aðlaga því sem ég átti í mínum skápum. Ég er svo búin að skammta þessu niður í nokkra tilbúna skammta og fer með í vinnuna í hádegismat og kvöldmat. Ætla að grípa með gróft pítubrauð svona til að skafa upp úr disknum. Kryddað og hressandi, og aðeins meira framandi en rauðbeður og kál.

2 ummæli:

Hanna sagði...

ja... ég er ekki frá því að mér datt e-ð annað en butternut squash í hug þegar ég sá myndina...

Asta sagði...

dónadeppur!!! Anyway; nærandi og hressandi, ik? ;)