fimmtudagur, 24. desember 2009

Það snjóaði hér í nótt og í morgun var hvítt teppi yfir öllu. Litla velska þorpið mitt verður svo jólalegt við það, nánast eins og klippt út úr Dickens. Og nú mega þau sko koma heilög jól. Ég léttist um 100 grömm þessa vikuna og er mjög sátt við það. Ég ætla svo bara ekki að spá í þessu núna í tvo daga. Bara njóta þess að vera með strákunum mínum. Gleðileg jól.

1 ummæli:

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Gleðileg jól Svava mín. Bið að heilsa strákunum þínum.