fimmtudagur, 4. mars 2010Á morgun 5. mars verða komnir 12 mánuðir síðan ég vigtaði mig á nýrri vigt sem þoldi yfir 120 kíló og komst að því að ég væri rúm 125 kíló. Ég var þá búin að skoða, plana og skipuleggja í dálítinn tíma og var loksins tilbúin að taka á honum stóra mínum. Ég skrásetti töluna 125 kíló í spreadsheetið mitt þó svo að vigtin segði 125.6. Ég bara gat ekki tekist á við meira en það. Í morgun steig ég svo á vigtina í fimmtugasta og annað skiptið. Og vigtin sagði 95 kíló. Ég er semsagt búin að ná 30 kílóa takmarkinu á 12 mánuðum. Og ég bara gæti ekki verið ánægðari. Ég er búin að læra svo margt, uppgötva svo margt nýtt, ég hef öðlast skilning á sjálfri mér og heiminum í kringum mig og ég er alveg sannfærð um að ég sé búin að gefa sjálfri mér besta möguleikann á að takast að viðhalda þessu núna það sem eftir er. Ég er búin að kenna sjálfri mér að hugsa öðruvísi og þó svo að það taki mig aðra 12 mánuði að losa mig við kílóin tuttugu sem eftir eru og svo næstu 50 árin að viðhalda þeirri þyngd þá er ég ekkert hrædd. Ég veit við hvað ég er að berjast. Ég þekki djöfulinn minn. Og í dag gef ég honum langt nef og hoppa í kringum hann í nýju buxunum mínum.

11 ummæli:

Asta sagði...

TIL HAAAAAAAAAMINGJU - ÞÚ ER ROOOOOOSALEG, SVAVAN MÍN - og ótrúlega flott mynd af þér :) hlakka til að sjá þig næst, smússí til þín :*

Nafnlaus sagði...

Frábært árangur!

Kv. Una

Guðrún sagði...

Ég á duglegustu og skynsömustu stelpu í heimi. Ég græt af gleði fyrir þína hönd að hafa náð takmarkinu. (Í alvörunni, ég er grenjandi).
Til hamingju, Dabbilóin mín!!

Harpa sagði...

Geggjuð mynd og bara ennþá flottari ef maður kíkir á fyrstu myndina til samanburðar.
Þú ert hreint út sagt ótrúleg! Algjör hetja. Svo ertu bara líka svakalega sæt!

Nafnlaus sagði...

Elsku Svava sæta! Til hamingju með þennan frábæra árangur. Æðisleg mynd af þér :-)Þú ert svo dugleg og skynsöm!
Love, Lína
ps. Hvað er lara á matseðlinum hjá þér?

Kristín Guðbrandsdóttir sagði...

Mikið líturðu vel út Svava mín.

Nafnlaus sagði...

Go girl! Það er ekkert eins dásamlegt eins og að horfa yfir farin veg og sjá árangurinn sem hefur farið smátt og ofurhægt af ....

Til lukku með árið og megi næsta ár tæta af þér!

Árið mitt lokast 20 apríl og hafa þau fokið á annan tug. Skil þig milljónfalt og það skemmtilega við þetta er að þetta er svo ofureinfalt þegar hugurinn starfar rétt!

Knús á þig sæta skvíza ...

kk,
Zordis

Íris Valgeirsdóttir sagði...

Vá innilega til hamingju. Ég þekki þennan djöfull ansi vel sjálf og ég er á góðri leið með að sigra hann. Ætla að ná í 2 stafa tölu fyrir jól og það er alveg að takast :D Þú lítur mjög vel út og enn og aftur til hamingju.

Kveðja Íris

Nafnlaus sagði...

Þú ert nú meira krúttið... og stórglæsileg!

Kveðja,

Sigga Guðna

Nafnlaus sagði...

Dásamlegt Dabbílóin mín.Til hamingju hetja!

Rannveig

Nafnlaus sagði...

Duglega, duglega stelpuskott!
Til hamingju með árangurinn!
Kveðja
Sissa