sunnudagur, 16. maí 2010


Mikið svakaleg var gaman á Matarhátíðinni Miklu í Wrexham. Sólin skein og það var mikil stemning í loftinu. Allir sem voru með bása ofboðslega ánægðir með viðtökurnar og ekkert mál að leyfa að smakka á öllu og prútta aðeins með verð. Á myndinni til vinstri er allt sem ég leyfði mér að kaupa. (Takið líka eftir geðveikisglampanum í augunum.) Irish Cream Fudge, Maple Pecan Brownies, Red Chili Leicester Cheese, Tomato and chili chutney, Welsh Dragon sausage (sem er ekki búin til úr velskum dreka þrátt fyrir nafnið) og Hamborgarar, Tractor Wheel Pork Pie og Rapeseed Oil. Rapeseed er frábær að því leytinu til að hún er jafn góð á bragðið og ólífuolía þannig að það má nota hana til að bragðbæta salöt en það má líka hita hana miklu meira en ólífuolíu áður en hún brotnar niður og verður óholl. Og svo það sem ég er ánægðust með, Blue Thunder Sauce. Sósa búin til úr bláberjum, soja sósu og kryddi sem er hægt að skella út á salat, á fisk eða kjúkling eða nota til að dýfa brauði í. Ég hefði viljað kaupa allar bragðtegundirnar en ákvað að fá bara þessu einu og svo getum við bara farið á sunnudagsrúnt á bóndabæinn og keypt meira þegar þarf. Þá ætla ég líka að kaupa bláberja og súkkulaði sósuna sem er víst ídeal út á hafragrautinn eða jógúrtið. Það er svo gaman að uppgötva svona nýtt og að fólk hérna í nágrenninu sé að gera svona spennandi hluti er náttúrulega bara æði.

Bás eftir bás af girnilegum mat, ólífur og hnetur, sólþurrkaðir tómatar, salami og skinka, brauð og kökur, sósur og chutneys, ostar í kílóavís, súkkulaði og ís. Þegar við vorum búin að rölta aðeins um var ég orðin svo uppveðruð að það þurfti að fara með mig til að setjast og ná andanum og skynseminni aftur. Svo vildi til að við settumst niður þar sem kokkur var með sýnikennslu í að búa til þennan líka djúsí berjadesert þannig að ég þarf núna að prófa hann næst þegar ber og rjómi og sykur er á matseðlinum. Ég róaði mig svo nógu mikið niður til að njóta dagsins. Við smökkuðum allt, skoðuðum og völdum svo uppáhaldshlutina okkar. Settumst niður og borðuðum samlokur fylltar með svínakjöti sem var heilgrillað á staðnum og hlustuðum á tónlist í sólskininu. Ég hefði getað keypt miklu meira en maður verður víst að vera smá skynsamur líka. Ég sé reyndar smá eftir að hafa ekki kippt með mér tómötunum. Svonalagað gerir svo skemmtilegt andrúmsloft í bænum og það er svo gaman að vita af öllu þessu fólki hérna í kring að framleiða góðan mat á heilbrigðan og umhverfisvænann hátt. Ég vildi óska að ég hefði tök á að fara einu sinni í viku á rúnt um bóndabæjina og kaupa allt svona ferskt. En nútíminn þýðir enginn tími og Tesco fær alltaf peninginn minn að lokum. Sorglegt eiginlega. Best að fara að fá sér smá ost og chili chutney...mmmm....

3 ummæli:

Hanna sagði...

Dúdda mía hvað þetta er girnilegt - væri alveg til í eina svona ferð.

Knús
H

p.s. jú allir í stuði og Ástríður svona feiknagóð ;-)

Asta sagði...

Bláa þruman... tilvalin í morgunverðarjógúrtið.... tíhííí :)

Nafnlaus sagði...

Vá - þú ert alger inspiration! Búin í dag að lesa bloggið þitt ár aftur í tímann, til hamingju með frábæran árangur og gangi þér áfram vel í baráttunni.