Eftir aðra góða törn í yfirvinnu og engri rækt fékk ég frí á föstudegi. Það finnst mér gaman. Ég fór með Láka í skólann og fór svo í bæjarferð. Gemsinn minn sem ég erfði frá tengdamóður minni gafst loksins upp og mig vantar nýjan. Ég nota hann svosem ekkert svakalega mikið en finnst vond tilhugsun að vera alveg án og nú sérstaklega þegar ég vinn í Chester. Það er betra að geta hringt heim til að láta vita þegar lestinni seinkar um klukkutíma. Og það hefur gerst oftar en einusinni núna. Ég hringsnérist nú um símabúðirnar, það eru svo svakalega mörg mismunandi tilboð í gangi að það var heilsdagsdjobb að ráða í hvaða tilboð hentaði mér best. Ég endaði á pay as you go systemi og keypti Tocco Lite snertiskjá síma. Mig langaði mest í Blackberry en hann var ekki hægt að kaupa án þess að vera á samning hjá eina fyrirtækinu sem er með símsamband í Rhos og á samning var dýrast að senda smess til Íslands. Ég sagði að þetta væri flókið! Hvað um það. Ég er í algjörum vandræðum með sjálfa mig. Það er svo gaman að kaupa föt nefnilega. Og svona þegar ég er bara ein að stússast og hef nógan tíma til að skoða og spekúlera enda ég alltaf með poka fullan af einhverju glamúrdressi. Ég er eiginlega alveg viss um að ég þurfi á því að halda núna að kaupa mér föt. Það er nefnilega sú athöfn sem minnir mig mest á að halda mér við efnið. Ég er ekki viss um að það sé hægt að gera sér grein fyrir hvað þetta er erfitt. Að erfiða í ræktinni, að pæla allan daginn í kalóríum inn og kalóríum út, að reyna að breyta um áætlun, að halda sig við gömlu áætlunina, nota sálfræði, nota skynsemi, prófa viku án þess að borða neitt, allt þetta vesen og samt er enginn árangur á vigtinni. Ég sver að það eina sem ég dreg mörkin við er stólpípa. Þannig að þegar ég labba inn í verslun, tek af slá kjól í 16 og hann passar þá man ég eftir því hversvegna ég er enn að. Afhverju ég er ekki búin að gefast upp. Af því að er nánast ekki neitt sem jafnast á við að vera í mátunarklefa og vera í alvörunni ánægður með það sem maður sér í speglinum. Ekki bara ánægður með að maður er bara fínn á miðað við að vera 130 kíló, heldur í alvörunni ánægður með mann miðað við hvern sem er.
Ég er rosalega mikið búin að spá í þessu afhverju ég stend bara í stað. Ég les rosalega mikið af erlendum bloggurum og samkvæmt mjög óvísindalegri könnun komst ég að því að fólk sem aldrei hefur farið í megrun, fitnar bara í gegnum árin og svo einn daginn ákveða hingað og ekki lengra, gengur miklu betur að léttast en okkur hinum sem erum búin að vera í megrun alla ævi. Við megrunaratvinnumennirnir kunnum öll trixin, allar lygarnar, og ég er komin á þá skoðun að líkaminn hlusti ekki á okkur lengur. En ef ég held bara áfram, gefst ekki upp þá bara hlýtur þetta að fara einhvertíman. En ég verð að finna mér eitthvað annað til að minna mig á að halda áfram vegna þess að ég á ekki pening fyrir öllum þessum fötum. Bíllinn ónýtur núna og við þurfum að fara á morgun að kaupa nýjan. Sem þýðir að það er enginn peningur eftir til fyrir flugmiðum eða nýjum fötum. Er það nú ástand. En ég get samt ekki annað verið en glöð, það er föstudagur, ég spókaði mig um bæinn í pínlulitlum sumarkjól með sólgleraugu og fannst ég vera algjör gella og það er góð tilfinning. Mjög góð tilfinning.
1 ummæli:
Skutluputla... vertu ekkert að limitera þig við pípuna... hún er mega áhugaverð :)
Skrifa ummæli