miðvikudagur, 14. júlí 2010
Önnur löng vika rétt hálfnuð og ég alveg kúguppgefin. Blanda af yfirvinnu og svefnleysi er að gera mér dálítið erfitt fyrir. En það eru alltaf einhverjir bjartir punktar; Lúkas er "non-uniform" núna síðustu tvo dagana í skólanum fyrir sumarfrí þannig að ég þarf ekki að þvo og strauja skólabúning núna í einn og hálfan mánuð. Það er ekkert planað þessa helgi svo ég get vonandi náð að sofa smávegis. Ég er aðeins farin að leyfa mér að byrja að hlakka til að koma heim. Og akkúrat núna hlakka ég svakalega til að prófa morgunmatinn minn á morgun. Ég hef ekki tíma á morgnana til að elda hafragrautinn minn þar eð ég er rokin út rétt um 6 leytið. Og ég sakna hans alveg svakalega. Ég er meira að segja farin að hallast að því að pattstaða og skortur á hafragraut séu eitthvað samtvinnuð. Þannig að ég setti núna áðan í skál gróft haframjöl, möndlumjólk og rúsínur og setti svo inn í ísskáp. Þetta ætti svo að vera orðið að gómsætum graut í fyrramálið. Mmmm..hafragrautur að hætti hrámenna. Ég bara get ekki beðið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Alltaf gaman að kíkja við hjá þér =) Finnst þú oft vera í álíkum pælingum og ég .. nema þú ert öflugri að framkvæma en ég ;)
Og enginn smá hörkuskvísa á efstu myndnni! =)
kv. Ásta
barattan.wordpress.com
Hlakka til að prófa þessa uppskrift frá þér skvís. Kaupirðu möndlumjólkina tilbúna eða gerir þú hana sjálf?
Skrifa ummæli