miðvikudagur, 13. október 2010

Þegar maður heilsar Bandaríkjamanni kumpánlega með "how´s it hangin´?" er manni einfaldlega svarað með upplýsingum um líðanina þann daginn. Í huga Bandaríkjamanns er verið að inna eftir því. Spurðu Breta how´s it hanging og án undantekninga er svarið "a little bit to the left." Algerlega undantekningalaust. Ég geri mér stundum leik að því að spurja svona, ég kemst nefnilega upp með það af þvi að ég er útlendingur, og það er alveg undantekningalaust sem þeir velta aðeins til vinstri. Ég spurði svo loksins í dag hvernig á þessu standi (hahahaha!) að Ameríkani sér engan dónaskap í spurningunni og fékk þau svör með kímnisglottum að Bretar væru einfaldlega þess þenkjandi. Sjálf bið ég spennt eftir að hitta manninn sem hangir til hægri.

1 ummæli:

Hanna sagði...

Hefurðu spurt hann Dave ;-)