|
Breskur fiskur; Briskur |
Mér finnst fiskur afskaplega góður. En ég var líka alin upp á heimili þar var ofgnótt af ferskum fiski á boðstólum (ég ætlaði að skrifa borðstólum) og svo ferskur að það var ekkert fiskibragð af honum, ef það meikar sens. Bara soðinn með kartöflum og smjöri fannst mér hann bestur, eða með tómatsósu og hamsatólg. Svo þegar ég var eldri þá byrjuðu mamma og pabbi að gera tilraunir með grænmeti og ost og ofnbökun og svo komu til fleiri fiskegundir en bara ýsa og saltaður þorskur. Koli og rauðspretta, steinbítur og fleira í þeim dúr. Þannig að ég var vel búin undir að elda allskonar spennandi fiskrétti. Og núna þegar lífstíllinn stendur sem hæst er auðvitað lífsnauðsyn að borða sem mest af fiski. Fullkomið prótein, fitulaust og svo létt á hitaeiningum. En get ég fengið almennilegan fisk hér í Bretlandi? Jú, kannski ef ég væri tilbúin til að selja Láka í ánauð en það er bara ekki í boði. Ég er búin að reyna alla fisksalana og alla markaðina og allar stórverslanirnar og ég fæ bara úldna blokk sem ég pakkaði sjálf í Meitlinum sumarið 1988. Ekki nema von að þeir þekja fiskinn sinn í orlý degi, djúpsteikja svo í olíu og puðra svo ediki yfir hann allan. Það er allt gert til að fela ýldubragðið. Og ekki get ég álasað þeim. To the chippie everyone.
4 ummæli:
Hvað með rós þjónanna? Þar hef ég fengið góðan (íslenskan) ferskan fisk..... Wisk!
Ah, engin Waitrose hér í afdölum. Við erum ekki með neitt svona fínt hérna. Bara Iceland og benefit þjófa. Og Vicky Pollard á velsku.
hvað ertu með stórt frystipláss. Get reddað flottum fiski.
Fyrirtækið hérna hefur verið að selja íslenskan fisk til Tesco (Tesco Finest). Það á að standa á pakkanum ef hann er íslenskur og þá er hann vanalega sjófrystur og fluttur svo beint til UK. Ætti að vera þokkalegur. Síðan hefur töluvert verið selt einmitt til Waitrose og Aldi.
Ég skil þig reyndar vel. Ég held að ég hafi aldrei borðað eins lítið fiskmeti og þegar ég bjó í UK. Maður er bara of góðu vanur úr bestu höfninni ;-)
Skrifa ummæli