miðvikudagur, 8. desember 2010

Ég fæ stundum alveg ofboðslega fallegar athugsemdir við það sem ég skrifa. Um hvað ég sé dugleg og að ég sé öðrum fyrirmynd. Sjálfhverfa ég verður afskaplega glöð og stolt þegar ég sé þessar kveðjur. En mestmegnis þá skammast ég mín. Mér líður eins og svikahrappi. Hvernig get ég verið öðrum fyrirmynd og innblástur þegar ég er enn næstum því hundrað kíló og hef lítið sem ekkert lést síðan í mars? Og ég fer öll í keng. Núna áðan las ég upp fyrir Dave eitt svona komment sem mér fannst svo fallegt og sagði svo við hann að eins og mér þætti mikið til koma að lesa þetta þá skammaðist ég mín líka því ég væri ekkert búin að léttast. "Skrifarðu að þú sért alltaf að léttast?" spurði hann þá. Nei, ég segi frá hverju einasta grammi upp á við. "Þú ert nú meiri aulinn þá ef þú skilur ekki afhverju fólki finnst mikið til koma. Það er af því að þú ert enn að bisa við þetta. Það getur hver sem er lést um einhver x kíló, og bætt þeim svo á sig aftur. En það sem veitir fólki von að það sé hægt að breyta um lífstíl er þegar það les um hvað þú ert að vesenast." Er nema von að ég hafi gifst honum? Ég ætla að fara að hans ráðum og hætta að líða eins og svindilbraskara, þakka frá hjartarótum fyrir þessi fallegu komment og taka þeim stolt og keik. Takk fyrir mig.

3 ummæli:

Guðrún sagði...

Vá...hvað tengdsonur minn fékk mðrg prik núna. Og, Dabbilóin mín, þú átt öll þessi fallegu komment skilið. Það er enn koma til mín fólk sem er að uppgötva skrifin þín og hrífst með, bæði vegna eljusemi þinnar, fyndni og skemmtilegheita. Ég verð stundum vandræðaleg þegar fólk hrósar þér.

Inga Lilý sagði...

Auðvitað áttu að vera stolt af þér, ég öfunda þig endalaust mikið þegar ég er að lesa af öllum lyftingunum þínum og hugmyndir af mat. Ég gæti óskað þess að ég gæti verið eins dugleg og þú með mataræðið.

Það er líka alveg rétt, það er ekki mikið mál að missa einhver kg á einhverjum ákveðnum tíma, en að halda þeim af í þetta langan tíma, þó að vigtin stefni ekki niður á við, er mjög mikið afrek.

Svo þú skalt bara halda áfram á þinni braut og vertu stolt af árangrinum.

Ella Helga sagði...

Heyr heyr!
Þú ert enn að, það er lykilinn. Þetta tekur tíma og þannig er það bara.

Svo er alltaf svo gott að sjá hvaða árangri þú ert þegar búin að ná, ekki endilega enblína á það sem er "eftir" því.. jah... er lífstílsbreytingin einhverntíman á enda? :)

Þú mín kæra, ert ofurkvendi! Óje!


Og já, kallinn þinn fær svo sannarlega prik í kladdann fyrir þessi orð. :)