|
Svo eru venjulegar kartöflur lika góðar! |
Mér hefur hingað til ekki þótt mikið til sætra kartafla koma. Og var eiginlega alveg búin að taka þær út af matseðlinum. En út af því hversu hollar þær eru ákvað ég að leggjast í smá rannsóknir og prófa mig áfram þar til ég væri komin með ásættanlega uppskrift. Og er búin að finna killer aðferð við að troða þeim í mig. Baka eina mjög væna eða tvær venjulegar sætar þar til innvolsið er mjúkt. Þá á að mauka saman við það matskeið eða tveimur af kjúklingabaunum, hvítlauk, smá olíu og smá sítrónusafa. Salt og pipar og smá chili. Þetta er svo gott að bera fram með kjúklingabringu og spínati (á beði) og ég set teskeið af chilisultu til að toppa alveg. Klikkað, I'm telling ya! Ef maður nennir ekki að vesenast svona þá er náttúrulega tilvalið að sletta bara smá af húmmús út í sætu músina og hey presto! Tilbúið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli