Eftir að hafa borðað haframúffurnar mínar í nokkurn tíma ákvað ég að til að eiga ekki á hættu að fá leiða á þeim að ég þyrfti að breyta til. Og ég byrjaði að borða hrágrautinn minn aftur. (Haframjöl sem liggur í möndlumjólk yfir nótt og borðaður kaldur) Ég hef vanalega gert hann sætann með því að strá í hann nokkrum rúsínum. En maður fær svo fáar rúsínur fyrir allt of mörg kolvetni (lesist rúsínur eru bara sykur) þannig að ég er búin að vera að prófa mig áfram með epli og banana. Bananarnir eins einfalt og hægt er, bara sneiða niður hálfan slíkan, raða á grautinn og hræra svo út um morguninn. Geggjað. Eplin flysja ég og kjarnhreinsa og búta svo niður. Set í pott með matskeið af vatni, teskeið af kanil og teskeið af sykurlausri sultu og sýð svo í sýrópsgums. Og set út á hafragrautinn, út á jógúrt, út á ostakökuna fínu... madre de dios, þvílík hamingja. Mér datt svo í hug um daginn að setja eplakrums út í múffu uppskriftina mína. Skipti út banana fyrir epla og bláberja barnamat og sleppti jógúrtinu. Og góða gommu af eplakrumsi. Sæt "tart" bragðið af eplunum að vegar upp á móti jarðneska himnaríkisbragðinu af höfrunum og eplamúffurnar mínar eru fullkomnar. Þvílikt og annað eins. Ég bakaði líka um daginn sæta kartöflu með bútum af rauðlauk og papriku og stráði yfir ólífuolíu og sítrónupipar og ítölsku kryddi. Þetta var ljómandi gott svona miðjarðarhafsmedley með kjúklingabringu. En eitthvað hafði ég misreiknað mig og það var heilmikill afgangur. Í stíl við nýja fjárhagsóárann setti ég grænmetið því í skál og bætti aðeins við af olíu og liquid smoke dropunum minum og maukaði saman í mús til að nýta afganga. Geðveikislega gott og hægt að nota kalt með salati, eða smurt á ommilettu eins og ég gerði, eða með köldum laxi og salati, eða kjúlla. Ég hugsa meira að segja að þetta væri gott sem álegg á hrökkbrauð. Er svo kominn tími á að ég reyni að taka mér frí í eldhúsinu. Eða allavega þegar ég er búin að prófa gljáð butternut squash. Og þessa quinoa klatta sem ég sá um daginn. Og þessi egg fyllt með sætri kartöflu. Og eina uppskrift að sykurlausum hafrakökum...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli