þriðjudagur, 31. maí 2011

Það var bank holiday eða almennur frídagur hér í Bretlandi í gær. Og samkvæmt venju þá rigndi hér allan daginn eins og bara getur rignt hér í Wales. Við ákváðum að stússast bara hér heima við, ég hef ekki þrifið húsið svo vikum skiptir og fannst upplagt að gera það og Láka langaði til að raða upp Star Wars köllunum sínum á hillu svo þeir væru allir fínt til sýnis. Hann er að verða eðal nörd eins og pabbi sinn. Og svo bað hann mig um að baka með sér súkkulaðiköku. Það er athöfn sem við höfum bæði voðalega gaman af, ég spila ekki með honum tölvuleiki og hef takmarkaða þekkingu á Star Wars; pabbi sér um þær deildir. En við getum hoppað og klifrað, við byggjum Lego og við bökum kökur. Og dagurinn fullkominn til þess, hellidemba úti, allt húsið hreint og fínt, Dave upptekinn við að fylgjast með Swansea reyna að komast inn í Úrvalsdeildina, eðal aðstæður til að eyða gæðatíma saman í eldhúsinu. Ég hikaði nú samt dálítið. Ég tók nammidaginn minn á sunnudaginn, borðaði ammrisku smákökurnar mínar og fékk vel góðan skammt af söltuðum pístasíu-hnetum. Það var svo sannarlega ekki súkkulaðikaka á planinu. Ég veit líka hvernig Láki "borðar" súkkulaðiköku, hann fær sér sneið á disk, rífur hana í sundur og sleikir kremið. Og lætur þar við sitja. Sem þýddi að hér myndi vera heil súkkulaðikaka fyrir greyið Dave að berjast við og fyrir mig að langa í. En svo hugsaði ég með mér að hvaða fútt væri í þessu ef ég þyrfti ekki að standast smá freistingar? Það væri nú lítið varið í að segja sögu mina ef ég hefði ekki nokkrar sögur líka sem lýstu því hvað ég var dugleg að berjast? Lítið gaman að segja frá að þetta væri bara ekkert mál. Ég get ekki hugsað mér að gefa upp á bátinn þetta sem við Láki deilum í eldhúsinu, guð veit að hann verður örugglega orðinn unglingur sem nennir ekki að púkka upp á mömmu sína áður en ég veit af. Þannig að ég skellti í köku með honum, horfði á hann sleikja sleif og skál og skreyttum svo með kremi. Horfði svo á hann og Dave fá sér sneið og setti svo í ruslið sneiðina hans Láka. Andaði að mér súkkulaðigufum allan daginn. Og setti kökuna svo í stamp og sendi í vinnuna með Dave. Þetta gerði ég allt saman með smá herping í maganum og með viðstöðuvöðvann þaninn svo klukkutímum skipti. En ég á líka núna fallega minningu með syni mínum og  þegar ég vaknaði í morgun og gat ég klappað sjálfri mér á bakið. Mikið er ég dugleg. Hann skilur nefnilega eftir sig miklu betra bragð í munninum sigurinn en súkkulaðið.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

marriage counseling is a well-tried and annihilate
misunderstanding by openly discussing what they
consider and find in a dependable environs. Everything possible should be through to improve resolve is
. . . A estimable marriage counseling help should let a married mates receive a fill out understanding when
it to handing your mother in law marriage problems -- 1.
It is not possible past behindhand pretty cursorily when the next looks substantial seraphic, that's for trusted.

Look at my web blog ... tricare marriage counseling