laugardagur, 6. ágúst 2011

Drauma gadget
Hljóp mitt besta hlaup hingað til. Lengst, hraðast, fallegasta formið, besta andlega formið. Allt bara. Ég er alveg hætt að nota tónlist, nota bara i-pod til að mæla hraða og vegalengd. Og ég fæ svo miklu meira út úr því að hlaupa í þögn. Ég hleyp á götum þar sem er bílaumferð þannig að þó svo að ég svo oftast úti áður en mikil keyrsla fer gang þá er samt öruggara að heyra í þeim bílum sem þeysa hjá. Svo finnst mér gott að heyra andardráttinn minn. Ég get betur stillt hraða og tempó þegar ég heyri hvernig ég anda. Þögnin lætur mig líka hugsa og ég get notað tímann til íhugunar. Stundum get ég slökkt á hugsunum sem er það allra besta. Þá fæ ég alveg frið og kem heim svo endurnærð. Svona eins og að hafa farið í hlaupa Nirvana. Út af þessu öllu saman er ég farin að þrá að eignast Garmin. Ég er búin að skoða það fram og tilbaka og er helst komin á að Garmin 410 henti mér og mínum þörfum best. En hann kostar yfir 200 pund. Er ég tilbúin til að fjárfesta svo svakalega í hlaupum? Ég á náttúrulega engin 200 pund þannig að þetta er svona pipedream en samt. The gadget doth the runner make.

Síðasti dagurinn í fríi per se í dag. Á morgun er bara áætlanagerð og tiltekt áður en aftur verður haldið til vinnu á mánudag. Strákarnir mínir ætla að fara með mig á heilsuvörumarkað og ég ætla að fylla skápa og hirlsur af möndlum og valhnetum og graskersfræjum og macadamianutbutter og spíruðu brauði og kryddum og og og og... Í staðinn ætla ég að bjóða þeim út að borða á stað þar sem þeim finnst gott að borða.

Svo er það bara planið. Og man! er ég með plan núna!

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Athugaðu hvort 410 sé með on/off takka. Ég átti 405 sem var ekki gott úr að mínu mati. Slökki ekki á sér (fór bara í save-mode og ef maður tók úrið e 2-3 vikur þá var það tómt) og snertiskífan ómöguleg, bæði allt of flókin og svo gat maður hvorki verið með vettlinga né rakur á höndunum (t.d. e svita), þá virkaði skífan ekki. Ég týndi 405 og keypti mér 305 í staðinn. Aðeins stærri en samt ekkert of stór - miklu einfaldari og ódýrari. Elska það úr :)

Kveðja,
Soffía frænka (naglans)

Erna Magnúsdóttir sagði...

Allt sem Soffía sagði! Ég á Forerunner 305, en maðurinn minn á 405 sem er vesenisgripur og því fjárfestum við ekki í öðru slíku handa mér. 305 er bæði betra og ódýrara...

murta sagði...

Oh, man! Stelpur! Ég sem var búin að rannsaka þetta niður í rassgat. Mér sýnist á öllu sem ég hef lesið að þetta vesen með snerti bezel-ið á 405 hafi verið lagað á 410. En auðvitað er rugl að eyða svona miklu þegar ég er að byrja. Ég get fengið 305 á 100 pund. (...en það er svo ljótt.... mér finnst svo mikilvægt að það sé allt svo smart...)

Inga Lilý sagði...

Ég á einmitt líka 305 og keypti það eftir miklar pælingar (skoðaði mikið comment á hlaup.com). Mér finnst það ótrúlega gott og mér finnst fínt að hafa aðeins stærri skjá, auðveldara að sjá á hann, sérstaklega í rökkrinu á morgnanna og svona. Það er ótrúlega auðvelt í notkun, gott batterí í því og klikkar mjög sjaldan.

Heyrði með 405 (minnir mig) að það mætti varla blotna í rigningu og batteríið væri svo lélegt.

Og 305 er RAUTT sem er auðvitað ofursvalt!!

Hildur sagði...

Sæl, hef fylgst með þér í svolítinn tíma en ekki kvittað áður ;) Langaði að benda þér á Garmin 110 en ég á svoleiðis og er það perfect fyrir svona létt hlaupa manneskju eins og mig sem er að hlaupa ca. 5-10 km í hvert skipti og svo reglulega lengri hlaup. Þetta er bara basic hlaupaúr en safnar engu að síður nánast sömu upplýsingum og t.d. 305. Það gefur upp hraða, lengd, pace, kaloríur, hæðabreytingar og eitthvað fleira, mæli algjörlega með því :)

Annars bara keep on going, frábært að fylgjast með þér og þú lítur stórglæsilega út :)

murta sagði...

Hildur! Ég ætla að biðja um 110 í afmælisgjöf :)

Nafnlaus sagði...

Hacer cambios en el estilo de vida simples y efectivos es lo que te lleva a una dieta
liquida rpida.. dieta disociada Asegrese
de que si est pensando en tomar una pldora de dieta smoothie zelo v e
in je odli en na in, da vase spravim imve ohrovta, ki ga druga e ne maram .


Si necesitas bajar de peso, debe tratar de hacer cambios en tu dieta y hacer ejercicio de forma regular.
Esta gua de sal. dietas
El mejor programa de dieta y los resultados InmediatosEl ms rpido programa de
dieta puedes pensar hacer es ya no beber refrescos o
cortar azcares adicionales para lograr una dieta saludable.