sunnudagur, 16. október 2011

Ég hleyp, ég fer í vinnu, ég kem heim, ég stússast, ég sofna. Ég hleyp klukkan fimm, er farin í vinnu klukkan 7 og kem heim rétt fyrir 7 tólf tímum síðar. Og líka á laugardögum akkúrat núna. Ég er kúguppgefin en þetta er vonandi bara tímabundið ástand. Og þess virði. Hljóp 10 km í morgun. Bara af því mig langaði til að prófa. Tók mig 75 mínútur en þar innifalin er Gutter Hill. Sem er brekka. Er að hanna pekan kubba núna. Er dálítið þreytt.

1 ummæli:

Inga Lilý sagði...

Vó til hamingju með 10 km!! :) Ekkert smá vel af sér vikið hjá þér mín kæra. Þekki vel þessa þreytu, ég er að vísu ekki að fara eins snemma í vinnu og þú og ekki heldur heim eins seint en ég vakna kl. 5 til að hlaupa og eftir kl. 9 á kvöldin er ég oftast eins og skotin (sérstaklega ef ég hangi bara yfir imbanum).

En þetta er samt svo gooott að maður tímir ekkert að sleppa hlaupunum!!

Vona að þú komist yfir mestu þreytuna sem fyrst.