|
Tomato ketchup cheddar frá Alex James |
Ég fékk vikulega matarsendinguna frá ASDA núna í kvöld. Online shopping hefur gersamlega breytt hvernig ég eyði frítíma mínum og bara til hins betra. Sem þáttur í breyttum og bættum lífstíl er matarverslun á netinu gersamlega ómetanlegur. Þegar maður sér ekki vitleysu, kaupir maður ekki vitleysu. Einfalt. Stundum poppa þó upp tilboð og kynningar á hinu og þessu sem ég tek eftir. (Núna eru Quality Street Makkintoss dósir á tilboði; 2 kíló af súkkulaði á fjögur pund og fimmtíu. Gott að ég bý yfir viljastyrk úr stáli!) Um daginn sá ég auglýstan ost sem ég stóðst bara ekki að kaupa. Man einhver eftir hljómsveitinni Blur sem var ægilega vinsæl á níunda áratugnum ? Alex James sem var bassaleikarinn er núna orðinn bóndi og býr til osta. Og ostarnir hans voru á tilboði í ASDA. Ég hreinlega varð að prófa. Og ekki skemmdi fyrir að osturinn er eins og blautur draumur frá mér; með tómatsósubragði.
3 ummæli:
Djöfull sem ég sakna bresku heimsendingarbúðanna! Þetta var mesti lúxusinn sem við Rúna vöndumst í Brighton. Bara dunda sér í hálftíma á netinu framan við sjónvarpið, fá svo vikuinnkaupin send heim.
Alveg brilljant! Og sárvöntun á Íslandi. Bissness sem bíður :)
Hi there, I log on to your new stuff daily. Your
writing style is awesome, keep up the good work!
My web site - Target couponing
Skrifa ummæli